laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ævintýraleg aukning

7. apríl 2014 kl. 09:01

Þorsksala frá Noregi jókst gríðarlega á fyrstu mánuðum þessa árs.

Verðmæti útfluttra sjávarafurða frá Noregi jókst um 25% á fyrsta fjórðungi þessa árs.

Sett var nýtt met í útflutningi norskra sjávarafurða á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Aukning verðmæta frá sama tímabili í fyrra nam 25%, samkvæmt upplýsingum norska sjávarafurðaráðsins. 

Þetta nýja met í útflutningi má rekja til mikillar eftirspurn eftir eldislaxi og gríðarmikilla þorskveiða það sem af er vetri. Alls nam verðmæti útflutningsins frá janúarbyrjun til marsloka 16,8 milljörðum norskra króna eða jafnvirði 319 milljarða íslenskra króna. 

Á þessu tímabili var fluttur út ferskum þorskur (flök meðtalin) fyrir tæpa 15 milljarða íslenskra króna sem er 66% aukning milli ára. Magnið jókst um 15 þús. tonn og nam 37 þús. tonnum. Þá var fluttur út frystur þorskur (flök meðtalin) fyrir 12,5 milljarða ISK sem er 58% aukning. Magnið nam 36 þús. tonnum sem er 14 þús. tonnum meira en í fyrra á sama tíma. 

Mestu munaði samt um eldislaxinn en verðmæti hans fyrstu þrjá mánuði ársins nam rúmlega 200 milljörðum ISK sem er 33% aukning frá árinu á undan. 

Til samanburðar má nefna að útflutningur sjávarafurða frá Íslandi á öllu síðasta ári nam 277 milljörðum króna.