fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afar tregt á úthafskarfa

12. júní 2015 kl. 10:18

Á úthafskarfaveiðum. (Mynd: Hjalti Gunnarsson).

Ekkert íslenskt skip að veiðum í fyrradag.

Afar rólegt hefur verið yfir úthafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg að undanförnu. Ekkert íslenskt skip var þar að veiðum í fyrradag þegar Fiskifréttir grennsluðust fyrir um málið. Í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fengust þá þær upplýsingar að sjö erlendir togarar væru á miðunum, þar á meðal frá Spáni og Þýskalandi. 

Skip HB Granda, Örfirisey og Þerney, sem höfðu verið á úthafskarfanum í maí, eru hætt þessum veiðum og sömuleiðis Mánabergið. „Það datt alveg botninn úr veiðunum um eina viku fyrir sjómannadag,“ segir Karl Már Einarsson útgerðarstjóri hjá HB Granda. 

Sjá nánar um gang veiðanna og stöðu mála í nýjustu Fiskifréttum.