sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaaukning í júlí

11. ágúst 2008 kl. 15:10

Heildaraflinn í nýliðnum júlí var 152.875 tonn. Það er rúmlega 36 þúsund tonna aukning í afla milli ára en aflinn í júlí 2007 var 116.228 tonn, að því er fram kemur á vef Fiskistofu.

Botnfiskaflinn í júlí 2008 var 32.871 tonn en botnfiskaflinn var 35.341 tonn í júlí 2007. Minna veiddist af þorsk, ýsu og karfa en ufsaafli var nokkru meiri en í júlí 2007.

Veiðar á norsk-íslensku síldinni gengu þokkalega en síldarafli í júlí var 54.225 tonn en aflinn var 47.913 tonn í júlí 2007. Eins og í júlí í fyrra veiddist nú talsvert af makríl með síldinni eða alls 63.222 tonn miðað við 21.503 tonn í júlí 2007.

Heildarafli ársins 2008 var í lok júlí 775.731 tonn. Á sama tíma í fyrra var heildarafli ársins 975.134 tonn. Að því er magn varðar þá munar mest um 158 þúsund tonna samdrátt í loðnuafla ársins og 69 þúsund tonn í kolmunnaafla.

Afli fiskveiðiársins 2007/2008 var í lok júlí 1.110.954 tonn sem er tæplega 220 þúsund tonnum minni afli en á sama tíma í fyrra en þá var afli fiskveiðiársins 1.330.261 tonn. Munar þar mest 51 þúsund tonna samdrátt í botnfiskafla og 170 þúsund tonna samdrátt í afla uppsjávartegunda.

Þegar einn mánuður er eftir af fiskveiðiárinu eru eftir 9 % þorskaflaheimilda ársins. 31. júlí 2007 var eftir að veiða 11 % aflaheimilda í þorski. Í lok júlí var eftir 12,3 % af aflamarki fiskveiðiársins í ýsu en á sama tíma í fyrra voru eftir rúmlega 23,3 % ýsuaflamarks.

Meiri upplýsingar um aflann í júlí og stöðu aflaheimilda eru á vef Fiskistofu: Aflatölur Fiskistofu