laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflamet: Smábátur með 200 tonna afla í ágúst

27. ágúst 2009 kl. 16:00

Krókaaflamarksbáturinn Ragnar SF er kominn með 200 tonna afla það sem af er ágúst. Þetta er metafli því hingað til hefur smábátur fengið mest 185 tonn í einum mánuði en það var Karólína ÞH.

Ragnar SF er með heimahöfn í Hornafirði en hann hefur róið frá Seyðisfirði í ágúst. ,,Ég vil þakka þennan árangur því að við höfum náð að halda okkur þar sem fiskurinn er. Hér hefur verið ævintýralegur afli,“ sagði Arnar Ragnarson, skipstjóri á Ragnari SF í samtali við Fiskifréttir en hann landar 10 tonnum á Seyðisfirði í dag og fer þá yfir 200 tonna markið. Aflann hafa þeir fengið í 20 róðrum. Stefnt er að því að báturinn fari í fjóra róðra í viðbót í ágúst þannig að heildaraflinn í mánuðinum á eftir að aukast enn meir. Aflinn er aðallega þorskur.

Fyrr í mánuðinum sló Ragnar SF annað aflamet en þá fékk hann 20,4 tonn í einum róðri en metið til þessa í einum róðri hjá smábáti var 17,6 tonn.