þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflanum dælt meðan á veiðum stendur

27. september 2012 kl. 10:00

Á trolldekkinu á færeyska skipinu Tróndi í Götu. Finnur Fríði tekur við trollendanum hjá Tróndi þegar verið er að slaka út flottrollinu sem er frá Hampiðjunni. MYND/ WWW.VARDIN.FO

Nýstárleg aðferð á makrílveiðum hefur gefið góða raun

Tvö skip Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, Börkur og Beitir, gerðu í sumar tilraun til þess að dæla makríl beint úr trolli annars skipsins í kælitanka hins meðan verið var að draga veiðarfærið en við það aukast gæði hráefnisins verulega. Færeyska útgerðin P/F Varðin er frumkvöðull að þessari nýju aðferð og hefur haft þennan háttinn á í allt sumar með góðum árangri.  

,,Gæði hráefnisins reyndust miklu meiri en þegar hefðbundinni aðferð er beitt,“ segir Karl Jóhann Birgisson rekstrarstjóri útgerðar hjá Síldarvinnslunni í samtali við Fiskifréttir. Fram kemur að tilraunaveiðarnar í sumar hafi gengið eins og í sögu og þeim yrði fram haldið næsta sumar.

Sjá nánar umfjöllun í nýjustu Fiskifréttum.