mánudagur, 19. ágúst 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflasamdráttur en verðmætið eykst

15. mars 2019 kl. 09:43

Loðna (Mynd: Þorbjörn Víglundsson).

Loðnubrestur skýrir aflasamdráttinn í febrúar en bolfiskaflinn jókst á sama tíma og heildarverðmætið varð 5,4 prósent meira.

Fiskafli íslenskra skipa í febrúar var 74 þúsund tonn sem er 13% minni afli en í febrúar 2018. Metinn á föstu verðlagi var verðmæti aflans samt 5,4 meira en í febrúar 2018.

Hagstofa Íslands greinir frá þessu og segir aflasamdráttinn skýrast af samdrætti í loðnuafla. Engin loðna veiddist í febrúar samanborið við tæp 37 þúsund tonn í febrúar 2018. 

Botnfiskafli nam síðan 42 þúsund tonnum í febrúar og jókst um 12% miðað við sama mánuð 2018.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá mars 2018 til febrúar 2019 var rúmlega 1.187 þúsund tonn sem er samdráttur um 7% miðað við sama tímabil ári fyrr. Samdráttur í afla skýrist að mestu vegna samdráttar í uppsjávarafla.

Afli í febrúar, metinn á föstu verðlagi, var 5,4% meiri en í febrúar 2018.