föstudagur, 30. október 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti 123 milljarðar til nóvemberloka

22. febrúar 2011 kl. 09:10

Þorskur

Jókst um rúma 16 milljarða eða 15% milli ára.

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 123 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2010 samanborið við tæpa 107 milljarða á sama tímabili árið 2009. Aflaverðmæti hefur því aukist um rúma 16 milljarða eða 15,3% á milli ára.

Aflaverðmæti botnfisks var í lok nóvember orðið 87 milljarðar og jókst um 16% frá sama tíma árið 2009. Verðmæti þorskafla var rúmlega 41 milljarður og jókst um 24% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam liðlega 14 milljörðum og dróst saman um 1% milli ára.

Verðmæti karfaaflans nam 11 milljörðum, sem er 20% aukning frá árinu 2009. Verðmæti ufsaaflans jókst um 17% milli ára og nam tæpum 8 milljörðum á fyrstu ellefu mánuðum ársins 2010.Verðmæti flatfiskafla nam tæpum 8,6 milljörðum króna í janúar til nóvember 2010, sem er tæplega 7% samdráttur frá fyrra ári.

Aflaverðmæti uppsjávarafla jókst um 22% milli ára og nam 25 milljarði. Verðmæti síldaraflans í janúar til nóvember nam tæpum 10 milljörðum sem er 16% samdráttur frá sama tímabili árið 2009. Verðmæti makríls nam tæplega 8 milljörðum samanborið við 4,5 milljarða fyrstu ellefu mánuði ársins 2009.

Sjá nánar á vef Hagstofu Íslands.