mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti eykst um 9,5%

27. nóvember 2012 kl. 09:27

Löndun í Ólafsvík. (Mynd: Alfons Finnsson).

Íslensk skip fiskuðu fyrir 109 milljarða króna frá áramótum til ágústloka.

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 108,6 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins 2012 samanborið við 99,2 milljarða á sama tímabili 2011. Aflaverðmæti hefur því aukist um 9,5 milljarða eða 9,5% á milli ára. 

Aflaverðmæti botnfisks var 63,8 milljarðar og jókst um 5,4% frá sama tíma í fyrra þegar aflaverðmætið nam 60,5 milljörðum. Verðmæti þorskafla var um 32,5 milljarðar og jókst um 12,4% frá fyrra ári. Aflaverðmæti ýsu nam 8,5 milljörðum og jókst um 12,2% en verðmæti karfaaflans nam 9,1 milljarði, sem er 8,8% aukning frá fyrstu átta mánuðum ársins 2011. Verðmæti ufsaaflans jókst um 6,7% milli ára og nam 6,1 milljarði króna í janúar til ágúst 2012.

Verðmæti uppsjávarafla nam um 32,8 milljörðum króna í janúar til ágúst 2012, sem er 15,9% aukning frá fyrra ári. Sú aukning skýrist að mestu af loðnuafla að verðmæti rúmum 13 milljörðum króna samanborið við 8,7 milljarða fyrstu átta mánuði ársins 2011. Einnig var 2,4 milljarða króna aukning í kolmunnaafla, sem nam um 2,6 milljörðum króna árið 2012. Verðmæti makrílafla dróst saman um 7,9% á milli ára og nam tæpum 13 milljörðum króna í janúar til ágúst 2012. 

Nánar á vef Hagstofu Íslands.