þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti í Hirtshals jókst um 20%

14. febrúar 2011 kl. 15:47

Frá höfninni í Hirtshals

Jákvæður viðsnúningur í dönskum sjávarútvegi

Aflaverðmæti fisks sem landað var í Hirtshals í Danmörku árið 2010 nam um 415 milljónum DKK, eða um 8,8 milljörðum ISK, að því er fram kemur á vefnum fiskerforum.dk. Hirtshals er ein fremsta fiskihöfn í Danmörku.

Aflaverðmætið jókst um rúm 20% milli áranna 2009 og 2010. Þetta eru mjög jákvæðar fréttir, ekki aðeins fyrir útgerð fiskiskipa heldur einnig fiskvinnslu og þjónustugreinar í Hirtshals. Almennt er árið 2010 talið hafa verið gott ár í dönskum sjávarútvegi.

Þessi viðsnúningur er kærkominn eftir erfiðleika undanfarinna ára

Aukningin í Hirtshals er tilkomin vegna hækkunar á meðalverði fisks en einnig var landað um 7% meira árið 2010 en 2009 í tonnum talið. Löndun jókst bæði í fiski sem fór til manneldisvinnslu og fiski sem fór til bræðslu.