sunnudagur, 15. desember 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti í júní jókst um 4,2%

1. október 2018 kl. 10:15

Rúmlega 800 milljóna króna (32%) samdráttur varð í verðmæti sjófrysts fisks miðað við júní í fyrra.

Verðmæti sjávarafla íslenskra skipa í júní nam tæpum 7,5 milljörðum króna sem er 4,2% aukning samanborið við júní 2017.

Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands.

Verðmæti botnfiskaflans nam tæpum 5,7 milljörðum og jókst um 5%. Verðmæti flatfisktegunda nam rúmum 1,3 milljörðum sem er 14,3% aukning miðað við sama mánuð í fyrra.

Verðmæti skel- og krabbadýra var rúmar 240 milljónir króna, 14,3% minna en í júní 2017. Rúmlega 800 milljóna króna (32%) samdráttur varð í verðmæti sjófrysts fisks miðað við júní í fyrra.

Á 12 mánaða tímabili, frá júlí 2017 til júní 2018, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 122 milljörðum króna sem er 8,4% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.