þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti í mars jókst um liðlega helming

30. júní 2015 kl. 08:00

Loðnuhrogn

Aukinn loðnuafli vegur þar þyngst.

Verðmæti afla upp úr sjó nam rúmum 19,1 milljarði í mars, 51,7% meira en í mars 2014. Vegur þar þyngst aflaverðmæti loðnu sem nam rúmum 4,9 milljörðum samanborið við 1,1 milljarð í mars 2014. Aflaverðmæti botnfisks nam rúmum 13,1 milljarði í mars sem er 22,7% aukning frá fyrra ári. Þorskurinn er sem fyrr verðmætastur botnfisktegunda en aflaverðmæti hans var rúmir 8,7 milljarðar í mars og jókst um tæp 30% samanborið við mars 2014.

Aflaverðmæti íslenskra skipa á tólf mánaða tímabili frá apríl 2014 til mars 2015 nam tæpum 150 milljörðum og jókst um 6,5% miðað við sama tímabil ári áður. Verðmæti uppsjávarafla jókst um 27,1% milli tímabilanna, og munar þar mest um loðnu og kolmunna. Einnig jókst verðmæti þorsks um 15,2%.

Sjá nánar á vef Hagstofunnar.