mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti í strandveiðum 1,6 milljarðar

28. júlí 2011 kl. 09:17

Smábátar

Í lok síðustu viku var búið að landa 6.230 tonnum

Ætla má að aflaverðmæti strandveiðibáta sé komið í um 1,6 milljarða samkvæmt samantekt í nýjustu Fiskifréttum.

Í lok síðustu viku var búið að landa 6.230 tonnum í strandveiðum af þeim 8.500 tonnum af kvótabundnum botnfiski sem heimilt er að veiða. Þar af er þorskaflinn 5.236 tonn og ufsi 879 tonn. Meðalverð á færaþorski á fiskmörkuðum landsins í sumar er 282 krónur á kíló miðað við óslægðan fisk. Meðalverð allra tegunda sem veiðst hafa við strandveiðar er hins vegar í kringum 265 krónur á kíló.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.