miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti makríls í Bretlandi nam 21 milljarði króna

30. ágúst 2011 kl. 12:20

Makríll

Bretar veiða mikið af skel- og krabbadýrum.

Landaður afli í Bretlandi af breskum og erlendum skipum nam 519.000 tonnum í fyrra að verðmæti 651 milljónir sterlingspunda eða jafnvirði 121 milljarða íslenskra króna miðað við núverandi gengi. Þetta er 4% aukning í magni og 7% aukning í verðmætum.

Næstum helmingur aflans var uppsjávarfiskur eða 229 þús. tonn. Þar er makríllinn langverðmætastur og nam aflaverðmæti hans 115  milljónum punda eða jafnvirði 21 milljarðs íslenskra króna.

Af öðrum tegundum má nefna að landað var 18 þús. tonnum af þorski og 34 þús. tonnum af ýsu.

Veiðar á skelfiski og krabbadýrum eru umfangsmiklar í Bretlandi. Þannig veiddust 44 þús. tonn af hörpuskel, 39 þús. tonn af humri, 28 þús. tonn af krabba og 15 þús. tonn af beitukóngi.