mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti skipa HG dregst saman

8. janúar 2014 kl. 15:16

Júlíus Geirmundsson ÍS (Mynd: Þorgeir Baldursson)

Lækkun afurðaverðs og styrking krónunnar helsta orsökin.

Afli skip Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. í Hnífsdal jókst um 7% á síðasta ári miðað við árið á undan en aflaverðmæti dróst saman um 5% milli ára. Lægra aflaverðmæti má rekja til lægra afurðarverðs á helstu mörkuðum fyrirtækisins og styrkingu krónunnar gagnvart helstu gjaldmiðlum viðskiptalandanna, segir í vef fyrirtækisins.

Á síðasta ári lönduðu skip HG alls 13.270 tonnum að verðmæti 3.431 milljónum króna samanborið við 12.363 tonn að verðmæti 3.598 milljónir króna árið 2012. Júlíus Geirmundsson ÍS kom með 4.674 tonn að landi á síðasta ári að verðmæti 1.667 milljónir króna. Aflaverðmæti skipsins árið 2012 var hins vegar 1.850 milljónir króna.

Páll Pálsson ÍS kom með 5.075 tonn að landi á síðasta ári að verðmæti 901 milljón króna (998 milljónir króna árið 2012), Stefnir ÍS kom með 3.213 tonn að verðmæti 779 milljónir króna (770 milljónir króna árið 2012).

Valur ÍS og Örn ÍS sem gerðir voru út til rækjuveiða í Ísafjarðardjúpi, komu með 308 tonn að landi að verðmæti 85 milljónir króna (10 milljónir króna árið 2012).