fimmtudagur, 27. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti úr sjó 11,2 milljarðar í febrúar

29. maí 2019 kl. 12:50

Þorskur á ís.

Á 12 mánaða tímabili, frá mars 2018 til febrúar 2019, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 131 milljarði króna sem er 8,8% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.

Aflaverðmæti úr sjó var 11,2 milljarðar í febrúar, sem er 24,7% aukning samanborið við febrúar 2018.

Hagstofa Íslands greinir frá þessu í tilkynningu.

Verðmæti botnfiskaflans var tæpir 9,8 milljarðar og jókst um 35,4%. Af botnfisktegundum nam verðmæti þorskaflans 6,9 milljörðum og jókst um 1,8 milljarða, eða 35,1% samanborið við febrúar 2018. Mikil aukning var einnig í verðmæti ýsuafla, sem nam tæpum 1,4 milljörðum samanborið við rúmar 800 milljónir í febrúar 2018. Aflaverðmæti uppsjávarafla var tæpar 850 milljónir í febrúar og var þar eingöngu um kolmunna að ræða. Verðmæti kolmunnaafla jókst mikið á milli ára en hins vegar veiddist engin loðna síðastliðinn febrúar, en verðmæti hennar nam tæpum 1,3 milljörðum í febrúar 2018. Mikil aukning var í verðmæti flatfisktegunda, var tæpar 476 milljónir samanborið við 196 milljónir í febrúar 2018.

Verðmæti afla sem seldur var til eigin vinnslu innanlands var nærri 6,7 milljarðar. Verðmæti sjófrysts afla nam 2,2 milljörðum og verðmæti afla sem fór á fiskmarkaði til vinnslu innanlands var rúmir 1,9 milljarðar.

Á 12 mánaða tímabili, frá mars 2018 til febrúar 2019, nam aflaverðmæti úr sjó rúmum 131 milljarði króna sem er 8,8% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.