fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti úr sjó 12 milljarðar

30. janúar 2019 kl. 18:00

Ýsa og koli í dragnótarafla (Mynd: Einar Ásgeirsson).

8,9% aukning samanborið við 2017.

Aflaverðmæti úr sjó nam 12,1 milljarði í október sem er 8,9% aukning samanborið við október 2017.

Hagstofa Íslands segir frá.

Verðmæti botnfiskaflans nam 8,6 milljörðum og jókst um 9,7%, en aukningin er aðallega vegna meira verðmætis ufsa og ýsu á meðan verðmæti þorsks stóð nokkurn veginn í stað.

Verðmæti uppsjávarafla var 2,5 milljarðar sem er 3,7% minna en í október 2017. Verðmæti flatfiskafla nam 843 milljónum í október og jókst um 366 milljónir, eða 76,7%. Aukning í flatfiskafla skýrist af meiri grálúðuafla og hækkunar á verði skarkola.

Verðmæti afla sem seldur var til eigin vinnslu innanlands nam 6,4 milljörðum, verðmæti sjófrysts afla nam tæpum 2,9 milljörðum og verðmæti afla sem fór á markað til vinnslu innanlands nam rúmum 1,9 milljarði.

Á 12 mánaða tímabili, frá nóvember 2017 til október 2018, nam aflaverðmæti úr sjó tæpum 125 milljörðum króna sem er 14% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.