

Aflaverðmæti úr sjó nam tæpum 14 milljörðum í júlí sem er 35,6% aukning samanborið við júlí 2018.
Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands, en þar má finna nákvæmar tölfræðiupplýsingar.
Verðmæti botnfiskaflans var 9,6 milljarðar og jókst um 49,2% en aukning varð í aflaverðmæti allra helstu botnfisktegunda. Verðmæti uppsjávarafla var rúmlega 3,3 milljarðar króna og jókst um 73,4%, mestmegnis vegna sölu á makríl. Aflaverðmæti flatfisktegunda nam 782 milljónum og verðmæti skelfiskafla var 253 milljónir.
Verðmæti afla sem seldur var í beinni sölu útgerða til vinnslu innanlands nam tæpum 6,2 milljörðum króna í júlí. Verðmæti sjófrysts afla nam tæpum 5,3 milljörðum og verðmæti afla sem seldur var á markað til vinnslu innanlands nam rúmum 1,8 milljörðum.