laugardagur, 15. ágúst 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmæti var um 12 milljaðar króna í október 2015

29. janúar 2016 kl. 09:22

Síldveiðar. (Mynd: Þorbjörn Víglundsson)

Aukin aflaverðmæti á 12 mánaða tímabili

Aflaverðmæti í október 2015 voru tæpir 12 milljarðar króna, sem er 13% minna en í sama mánuði árið 2014. Verðmæti uppsjávarafla minnkaði mest, eða um 54,7%. Verðmæti botnfiskafla jókst um 0,3% og var rétt um 9,2 milljarðar króna bæði árin.

Á árstímabilinu nóvember  2014 til október 2015 jókst heildaraflaverðmæti um 9,0%, úr 151 milljörðum króna í 164 milljarða. Munar þar mest um 9,8 milljarða króna verðmætaaukningu í botnfiskafla og 1,9 milljarða verðmætaaukningu í uppsjávarfiski.