mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflaverðmætið um 136 milljarðar á síðasta ári

14. ágúst 2015 kl. 09:07

Fiskiðjuver Síldarvinnslunnar í Neskaupstað. Ljósm. Sigurður Steinn Einarsson

Stærsti hluti aflans var unninn á Austulandi

Árið 2014 var afli íslenskra skipa tæp 1.077 þúsund tonn, 286 þúsund tonnum minna en árið 2013. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.

Aflaverðmæti nam rúmum 136 milljörðum króna og dróst saman um 11% frá fyrra ári. Stærsti hluti aflans var unninn á Austulandi, að megninu til uppsjávarafli sem þar var landað. Stærstur hluti botnfiskaflans var unninn á höfuðborgarsvæðinu, 19,1% og á Suðurnesjum, 13,4%.