þriðjudagur, 18. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afli í apríl 113.000 tonn

15. maí 2019 kl. 09:13

Þorskur á ís.

Botnfiskafli nam 49 þúsund tonnum í apríl sem er á pari við apríl 2018.

Landaður afli íslenskra skipa í apríl var 113.094 tonn sem er 23% minni afli en í apríl 2018. Samdráttur í aflamagni er vegna minni kolmunnaafla en af honum veiddust rúm 61 þúsund tonn samanborið við tæp 94 þúsund tonn í apríl 2018. 

Þetta kemur fram í frétt Hagstofu Íslands

Botnfiskafli nam 49 þúsund tonnum í apríl sem er á pari við apríl 2018. Aflamagn í ufsa dróst saman um 18% og í karfa um 20%, en mikil aflaaukning í ýsu vegur það upp. Flatfiskafli minnkaði um 15% milli ára og skel- og krabbadýraafli minnkaði um 32%.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá maí 2018 til apríl 2019 var tæplega 1.115 þúsund tonn sem er samdráttur um 12% miðað við sama tímabil ári fyrr. Samdráttur í aflamagni er eingöngu vegna minni uppsjávarafla.

Afli í mars, metinn á föstu verðlagi, var 2,5% minni en í apríl 2018.

Í frétt um afla í mars sem gefin var út 15 apríl sl. var villa um heildarafla á tímabilinu apríl 2018 til mars 2019. Aflinn var 1.148 þúsund tonn en ekki 1.305 þúsund tonn. Aðrar tölur um einstaka fisktegundir og flokka voru réttar.