þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afli í Norður-Íshafinu gróflega vanskráður

7. febrúar 2011 kl. 11:22

Norður-Íshafið

Veitt var 75 sinnum meira en FAO skýrslur gefa til kynna á árunum 1950-2006

Áætlað er að 950.000 tonn af fiski hafi verið veidd í Norður-Íshafinu á árunum 1950-2006, næstum 75 sinnum meira en tilkynnt hefur verið til FAO, Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Rannsóknamenn frá University of British Colombia í Kanada tekið saman tölur úr ýmsum áttum til þess að meta raunverulega veiði á þessu hafsvæði. Í ljós kom að FAO hefur í skýrslum sínum eingöngu byggt á upplýsingum frá Rússum sem gáfu upp 12.500 tonna veiði á öllu þessu tímabili. Engar tölur bárust frá Alaska og Kanada.

Í skýrslu rannsóknamannanna, sem birt er í febrúarhefti tímaritsins Polar Biology, segir að veiðar Rússa á þessu tímabili hafi í raun verið 770.000 tonn, Alaskamenn hafi veitt 89.000 tonn og Kanadamenn 94.000 tonn.

Hafsvæðið sem um ræðir er norðan við Síberíu, Alaska og Kanada. Höfundar skýrslunnar benda á að rangar upplýsingar í opinberum skýrslum um veiðar í Norður-Íshafinu hafi gefið þá mynd að svæðið væri að mestu ósnortið af fiskveiðum. Annað hafi komið í daginn. Nú liggi fyrir réttar upplýsingar sem geti orðið grundvöllur þess að unnt verði að fylgjast með breytingum í fiskafla með tilliti til verndunarsjónarmiða.

www.seafoodsource.com