sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Afli í uppsjávarfiski gæti aukist um 44% milli ára

27. apríl 2017 kl. 13:04

Sigurður VE á loðnuveiðum. (Mynd: Ólafur Óskar Stefánsson)

Heimildir í uppsjávarfiski 2017 eru um 791 þúsund tonn

Uppsjávarflotinn hefur úr miklu meiri aflaheimildum að spila á þessu ári en í fyrra, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.

Kvótar loðnu, makríls, síldar og kolmunna nema samtals 791 þúsund tonni í ár samanborði við 548 þúsund tonna afla á síðasta ári. Ef heimildirnar nást eykst uppsjávaraflinn um 44% á milli ára. Milli áranna 2016 og 2017 tvöfaldast til dæmis kvóti í loðnu og norsk-íslenskri síld. Kolmunnakvótinn er nú rúmlega þriðjungi meiri en aflinn á síðasta ári.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.