þriðjudagur, 18. júní 2019
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aflinn í nóvember fjórðungi meiri en árið áður

14. desember 2018 kl. 09:52

Aukning í aflamagni skýrist af auknum uppsjávarafla en tæp 50 þúsund tonn af uppsjávartegundum veiddust samanborið við tæp 38 þúsund tonn í nóvember 2017

Fiskafli íslenskra skipa í nóvember var 97.802 tonn sem er 26% meiri afli en í nóvember 2017. Verðmæti afla í nóvember metið á föstu verðlagi var 12,8% meira en í nóvember 2017.

Hagstofa Íslands skýrir frá þessu.

Aukning í aflamagni skýrist af auknum uppsjávarafla en tæp 50 þúsund tonn af uppsjávartegundum veiddust samanborið við tæp 38 þúsund tonn í nóvember 2017. Botnfiskafli jókst um 3% á milli ára og nam 45.600 tonnum, þar af nam þorskaflinn tæpum 26.300 tonnum.

Heildarafli á 12 mánaða tímabili frá desember 2017 til nóvember 2018 var rúmlega 1.272 þúsund tonn sem er 9% aukning miðað við sama tímabil ári fyrr.