sunnudagur, 19. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áfram góðæri í sjónum

10. september 2009 kl. 16:48

Í ágúst fóru fram athuganir á ástandi sjávar umhverfis landið ásamt öðru á báðum skipum Hafrannsóknastofnunarinnar. Sjávarhiti í hlýsjónum suður og vestur af landinu var yfir meðallagi( 7°- 12°C og seltan 35,10 - 35,27 á 50 m dýpi).

Innflæði inn á Norðurmið var allmikið og náði selturíkur hlýsjór með Norðurlandi austur fyrir Langanes. Hiti og selta efri sjávarlaga fyrir norðan land voru vel yfir meðallagi þessa árstíma. Á 50 m dýpi var hiti um 6-7°C og selta yfir 35.

Fyrir austan landið voru hiti og selta líkt og annars staðar vel yfir meðallagi síðustu áratuga miðað við árstíma.

Sjá nánar á vef Hafrannsóknastofnunar, HÉR