þriðjudagur, 18. janúar 2022
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áfram mikil sýking í síldarstofninum

2. febrúar 2011 kl. 12:41

Síld

Engar vísbendingar eru um annað en að sýkingin valdi dauða hjá þeirri síld sem greinist með sýkingu.

Lokið er frumúrvinnslu úr rannsóknaleiðangri sem farinn var 17.-21. janúar sl. til að kanna ástand síldarstofnsins í Breiðafirði. Þegar niðurstöður úr leiðangrinum eru bornar saman við sýni sem tekin voru úr afla veiðiskipa á vertíðinni haustið 2010 sést að hlutfall sýktra sílda nú er óbreytt frá því í desember eða 43-44%.

Þessar rannsóknir nú staðfesta fyrri mælingar um mikla sýkingu í stofninum. Eins og fram hefur komið eru engar vísbendingar um annað en að sýkingin valdi dauða hjá þeirri síld sem greinist með sýkingu. Hinsvegar virðist það taka lengri tíma hér en á öðrum hafsvæðum þar sem faraldur vegna Ichthyophonus hefur greinst í síldarstofnum.
Fyrirhugað er að Dröfnin fari að nýju til sambærilegra rannsókna í lok þessa mánaðar, en eins og áður segir er megintilgangur rannsóknanna að fylgjast með þróun sýkingarinnar og áhrifum hennar á stærð íslenska sumargotssíldarstofnsins.

Nánar  um þetta á vef Hafrannsóknastofnunar