
Þorskstofninn í Barentshafi stendur vel og er útlit fyrir áframhaldandi kvótaaukningu á næstu árum. Heildarkvótinn í ár er 546.000 tonn sem er talsverð aukning frá fyrra ári. Útlit er fyrir að kvótinn verði aukinn í 580.000 tonn á næsta ári og í 630.000 tonn árið þar á eftir.
Þetta var boðskapur ráðuneytisstjóra norska sjávarútvegsráðuneytisins og rússneska fiskveiðistjórans á fundi með fiskifræðingum landanna, embættismönnum, fulltrúum hagsmunaaðila og fleiri í Murmansk fyrr í vikunni.
Sjávarútvegsblaðið Fiskeribladet/Fiskaren skýrði frá þessu.