föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aftur til fortíðar: Fyrsti togarinn með segl

30. september 2009 kl. 15:13

Fyrirtækið Skysail hefur selt sinn fyrsta seglbúnað til að knýja fiskiskip áfram að því er fram kemur í Fiskeribladet/Fiskaren.

Með ört hækkandi olíuverði undanfarin ár komu upp hugmyndir um að hagkvæmt gæti orðið að grípa gömlu góðu seglin og láta vindorkuna vinna fyrir sig. Segltogarar þekktust reyndar í Norðursjó og víðar áður en vélaöld hóf innreið sína í sjávarútvegi. Margir héldu því að mönnum væri ekki full alvara með að hverfa aftur til fortíðar en annað hefur komið á daginn en seglbúnaðurinn er töluvert breyttur frá því sem hann var.

Hollenskar stórútgerðin Parlevliet & Van der Plas B.V. ,sem gerir út 12 togara, hefur nú riðið á vaðið og fest kaup á seglbúnaðinum til að draga úr útgerðarkostnaði. Skipið sem fær seglin heitir Maartje Theadora. Það er engin smásmíði eða 140 metrar að lengd en algeng lengd á íslenskum skuttogurum er 50-80 metrar.

Gert er ráð fyrir að búnaðurinn verði afhentur í næstu viku með viðhöfn og verður Joe Borg, sjávarútvegsstjóri Evrópu, meðal viðstaddra.