þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ágæt síldveiði norskra skipa

21. október 2013 kl. 09:39

Síld

Meðalverðið í síðustu viku samsvarar um 115 íslenskum krónum á kíló

Í síðustu viku veiddu norsk skip um 25 þúsund tonn af norsk-íslenskri síld og meðalverðið var 5,7 krónur norskar á kílóið (115 ISK), að því er fram kemur á vef norska síldarsamlagsins.

Síldin veiðist um 210 til 230 sjómílur norðvestur af Mæri og tilkynntu 38 bátar um afla í síðustu viku. Þetta er stórsíld sem kemur úr færeysku lögsögunni norður í Síldarsmuguna og er síldin á ferðinni í norðaustur. Meðalþyngdin er 376 grömm.

Fleiri skip eru væntanleg á veiðar því skip sem hafa veitt hestamakríl í Norðursjónum snúa sér nú að síldveiðum.