föstudagur, 15. janúar 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Áhafnir skipa í álflutningum ekki á smánarlaunum

7. janúar 2011 kl. 14:15

,,Það er rangt sem fullyrt er í auglýsingu [sjómannasamtaka] í morgun, að skip sem sinna álflutningum fyrir álverið séu „mönnuð áhöfnum á smánarlaunum“. Samkvæmt upplýsingum álversins eru kjör áhafnanna sambærileg við kjör íslenskra áhafna.”

Svo segir í yfirlýsingu Alcan á Íslandi í tilefni af heilsíðuauglýsingu í dagblöðunum í morgun frá samtökum sjómanna og vélstjóra þar sem  álverið í Straumsvík er hvatt til að tryggja að álflutningum félagsins verði sinnt af skipum með íslenskum áhöfnum. Vísað er til þess í auglýsingunni að fyrirtækið hafi lýst yfir vilja til að aðstoða Ísland við uppbygginguna í kjölfar efnahagserfiðleika landsins.

 Í yfirlýsingu Alcan segir ennfremur: ,,Umtalsverðum skipaflutningum til og frá Íslandi er sinnt af skipum með erlendar áhafnir. Slíkt er fráleitt einsdæmi. Þegar samstarfi lauk við íslenskt skipafélag, sem áður sinnti álflutningum fyrir álverið, hafði það félag um nokkurra ára skeið notað bæði íslenskar og erlendar áhafnir í þessa flutninga. Álverið myndi fagna því ef félag sem notaði íslenskar áhafnir yrði hlutskarpast í því útboði sem nú stendur yfir.”

Sjá nánar á vef Alcan á Íslandi, HÉR.