laugardagur, 4. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Alaskaufsi er vinsælasti fiskurinn hjá þýskum neytendum

9. september 2011 kl. 11:58

Alaskaufsi

Neysla á sjávarafurðum eykst í Þýskalandi

Neysla á sjávarafurðum hefur aukist í Þýskalandi og er nú 15,7 kíló á mann að meðaltali miðað við landaðan afla, að því er fram kemur á vef IntraFish.

Vinsælasti fiskurinn hjá þýskum neytendum árið 2010 er sem fyrr alaskaufsi. Þar á eftir kemur síld, lax, túnfiskur og pangasius. Eldisfiskurinn tilapia er enn óþekktur meðal fjölda þýskra neytenda. Þjóðverjar setja ekki heldur í öndvegi þær tegundir sem Íslendingar veiða mikið, svo sem karfa, þorsk eða ýsu.

Þjóðverjar borðuðu um 11 kíló af fiski á mann að meðaltali á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar en fiskneyslan hefur aukist síðan.

Um 660 mismundi tegundir fisks og sjávarafurða eru á boðstólnum í Þýskalandi. Þjóðverjar kaupa einna helst frosinn fisk en þar á eftir kemur niðursoðinn fiskur og marineraður fiskur. Ferskur fiskur hefur um 8% markaðshlutdeild og er hann einkum keyptur í sérverslunum.