föstudagur, 18. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aldarafmælis kosningaréttar kvenna minnst

19. júní 2015 kl. 12:08

Konur í fiskvinnslu hjá HB Granda bregða á leik fyrir ljósmyndarann. (Mynd af vef HB Granda).

Víða frí í fyrirtækjum eftir hádegið.

Sjávarútvegsfyrirtæki eru meðal þeirra fyrirtækja sem gefa starfsmönnum frí eftir hádegi í dag í tilefni af aldaraflmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. 

Þannig er öllum starfsmönnum HB Granda sem vinna í landi gefið leyfi en konur eru í meirihluta í þeim störfum og að teknu tilliti til sjómanna er hlutfall kvenna af heildarstarfsmannafjölda um 35%, að því er segir á vef fyrirtækisins.

Þá kemur fram á vef Síldarvinnslunnar í Neskaupstað að öllum konum sem starfa hjá fyrirtækinu og tengdum félögum hafi verið gefið frí frá hádegi. 

Vafalaust er það svo einnig í mörgum öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum víða um land.