
Þann 12. júní sl. var haldin athyglisverð alþjóðleg ráðstefna á vegum Háskólans á Akureyri sem bar yfirskriftina Framtíð sjávarútvegsins.
Meðal fyrirlesara voru bæði innlendir og erlendir fræðimenn og atvinnurekendur sem teljast margir hverjir fremstir á sínu sviði og fjölluðu þeir um það sem efst er á baugi á þeirra sviði í sjávarútveginum.
Þessi ráðstefna er hluti af stærra verkefni um eflingu sjávarútvegsnáms og var unnin í samvinnu við Landssamband íslenskra útvegsmanna.
Háskólinn á Akureyri hefur vilja til þess að taka virkan þátt í mótun sjávarútvegsins og stuðla að jákvæðri ímynd greinarinnar í samstarfi við fyrirtæki og stofnanir.
Á heimasíðu LÍÚ segir nánar frá ráðstefnunni og fyrirlestrunum sem þar voru fluttir. Sjá HÉR