mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allir í kvóta

18. júní 2015 kl. 16:52

Makríll

Makrílreglugerð svipuð og áður nema fyrir smábátana.

Í nýrri reglugerð sjávarútvegsráðherra um makríl er meginbreytingin frá fyrri reglugerð sú að öll skip og bátar fá sinn sérstaka kvóta. Það þýðir að smábátar eru nú kvótasettir en þeir hafa veitt úr sameiginlegum potti hingað til. Þá er ísfiskskipaflokknum lokað en hann hefur verið opinn þótt skipin í honum hafi verið hvert með sinn kvóta. 

Framsalsreglur eru með svipuðu sniði og gilt hafa hingað til. 

Heildarkvótinn er tæplega 173.000 tonn. 

Sjá nánar makrílreglugerðina, HÉR