þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allt að 70% kvótaminnkun við Nýja-England?

5. september 2012 kl. 08:00

Fiskibátar í höfn á þessum slóðum.

Sjómenn vilja láta lýsa yfir neyðarástandi.

Ýmislegt bendir til að veiðiheimildir í þorski, ýsu og flatfisktegundinni gulstirtlu dragist saman um allt að 70% á næsta ári við Nýja-England á austurströnd Bandaríkjanna. 

Sjómenn í Nýja-Englandi leita leið til að draga úr tekjutapi en rannsóknir benda til að draga þurfi úr veiðum á þorski og ýsu um allt að 70% og um 50% á gulstirtlu. Talsmaður sjómanna segir að fiskimenn geri sér grein fyrir nauðsyn þess að draga úr veiðum enda ekki þeirra hagur að veiða  síðasta þorskinn. 

Talsmaður stjórnar  Hafrannsókna- og umhverfismálastofnunar í Bandaríkjanna (NOAA) segir að ekki sé hægt að kenna ofveiði einni saman um slæmt ástand fiskistofna við Nýja-England. Fleiri þættir eins og hlýnun sjávar og aukin fjöldi afæta eins og sels, háfa og hákarls komi þar einnig til,en þessi dýr og fiskar éti unga bol- og flatfiska. 

Talið er að þorskstofninn við Þorshöfða séu um 8% af æskilegri hrygningarstærð og um 20% í Main-flóa. Sjómenn í Main og Massachusettríki vilja að miðunum verði lýst sem hörmungarsvæði þannig að hægt verði að veita þeim neyðaraðstoð. 

Reiknað er með að endanlegur kvóti verði gefin út um miðjan september.