föstudagur, 17. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allt að 90 prósent af útflutningsverði

25. október 2013 kl. 08:00

Makríll (Mynd: Kristján Kristinsson)

Gríðarlega hátt makrílverð í Noregi í samanburði við Ísland.

Makrílverð til skipa í Noregi hefur verið 75-90% af úflutningsverðmæti makrílafurða síðustu tíu árin. Hérlendis var þetta hlutfall innan við 30% í fyrra.

Samkvæmt tölum norska síldarsamlagsins nam makrílverð til skipanna á síðasta ári um 8 norskum krónum að meðaltali eða jafnvirði 160 íslenskra króna á núverandi gengi. Útflutningsverð á frystum makrílafurðum frá Noregi á sama tíma nam að meðaltali tæplega 11 NOK/kg eða jafnvirði tæplega 220 íslenskra króna. Hlutfall hráefnisverðs af útflutningsverði var því nálægt 75%. 

Hráefnisverð á makríl á Íslandi er ekki opinbert en eftir því sem næst verður komist var verðið hérlendis  á síðasta ári að meðaltali í kringum 45 kr/kg en útflutningsverð frystra makrílafurða var 176 kr/kg á núvirði. Hlutfallið var því 26%.

Sjá nánar í nýjustu Fiskifréttum.