þriðjudagur, 28. september 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allt að fjórfalt meiri makrílafli en skráður var

31. október 2013 kl. 11:55

Makríll (Mynd: Kristján Kristinsson)

Kolrangar aflatölur makríls á árunum fram til 2005 rugluðu vísindaráðgjöfina

Áætlað er að makrílaflinn í Norðaustur-Atlantshafi kunni að hafa verið  1,7 til 3,6 sinnum meiri en uppgefinn afli á árunum 1972-2005. Þetta skekkti stofnmatið verulega og er ein meginástæða þess að ákveðið var að fara nýjar leiðir við ákvörðun makrílkvótans fyrir næsta ár, að sögn Guðmundar J. Óskarssonar sérfræðings á Hafrannsóknastofnun. 

"Á þessum árum voru verksmiðjuskip frá Austur-Evrópu mjög umsvifamikil í makrílveiðunum og lítið vitað hvað þau tóku við miklum afla eða skiluðu miklum afurðum á land. Þegar Sovétríkin hrundu hvarf þessi floti að stórum hluta úr veiðunum. Áfram var þó veitt mikið mikið umfram skráðan afla. Á tímabili var til dæmis hátt verð í Japan fyrir stóran makríl og er talið að miklu af smærri makríl hafi þá verið fleygt," segir Guðmundur í samtali við Fiskifréttir.  

Sjá nánar viðtal við Guðmund í nýjustu Fiskifréttum.