fimmtudagur, 2. apríl 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Allur afli grásleppubáta að landi

31. desember 2010 kl. 12:49

Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð sem skyldar grásleppusjómenn til að koma með allan afla að landi. Breyting þessi er unnin í samvinnu við Landsamband smábátaeigenda og er meðal annars tengd árangri sem náðst hefur í markaðsstarfi með hrognkelsahvelju til matvæla og annarar framleiðslu. Breytingin tekur gildi 1. janúar 2012 og þannig gefst ein grásleppuvertíð til aðlögunar. Fyrirtækið Tríton sem starfar bæði í Reykjavík og á Akranesi hefur undanfarin tvö ár flutt grásleppu út til Kína þar sem hún er seld til betri veitingahúsa og elduð ýmist með eða án hveljunni.

Þá hefur sjávarlíftæknisetrið BioPol á Skagaströnd unnið með fleiri aðilum að nýtingu á grásleppuhvelju til kollagen framleiðslu sem nýtist meðal annars í öldrunarmeðöl og lækningar.

Skilaverð Kínamarkaðarins til sjómanna hefur verið um 60 krónur á kílóið sem gæti ef markaðir aukast skilað allt að 300 milljónum fyrir 5000 tonna ársafla, segir frétt frá sjávarútvegsráðuneytinu.