miðvikudagur, 22. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ályktun aðalfundar LS 2008

27. október 2008 kl. 11:21

Aðalfundur LS: Hafró skuldar þjóðinni skýringar

„Hafrannsóknastofnunin skuldar þjóðinni skýringar á því hvaða vitneskju hún bjó yfir varðandi íslenska þorskstofna, sem Alþjóðahafrannsóknaráðinu var ókunnugt um. Ráðið lagði til 160 þúsund tonna hámarksafla þorsks fyrir síðasta fiskveiðiár. Sú stofnun er þekkt af öllu öðru en frjálslyndum tillögum varðandi veiðiheimildir. Þetta mun í eina skiptið sem farið er undir hennar tillögur um aflamörk.”

Svo segir m.a. í ályktun aðalfundar Landssambands smábátaeigenda sem haldinn var fyrir helgina.

„Ekki einu sinni gögn Hafrannsóknastofnunarinnar sjálfrar réttlæta þennan niðurskurð,” segir í ályktuninni.

„Vísindamenn Hafrannsóknastofnunarinnar harðneita að taka minnsta mark á þeirri eindregnu skoðun veiðimanna, hringinn í kring um landið, að ástand þorskstofnsins gefi ekkert tilefni til að skera veiðiheimildir niður fyrir öll söguleg lágmörk. Fundurinn krefst þess að þorskkvóti verði aukinn nú þegar og það verulega.”

Sjá nánar ályktun aðalfundar LS á vef sambandsins, HÉR