laugardagur, 19. september 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ansjósustofninn hefur náð sér á strik

21. júní 2016 kl. 09:20

Ansjósa er einn mikilvægasti uppsjávarfiskurinn undan ströndum Chile og Perú.

Stofninn mældist 7,3 milljónir tonna. Gott útlit fyrir næsta veiðitímabil í Perú.

Hafrannsóknastofnunin í Perú (IMARPE) hefur sent frá sér nýja skýrslu þar sem fram kemur að ansjósustofninn hafi náð umtalsverðri stærð, eða um 7,3 milljónum tonna. Nýlegur leiðangur á vegum IMARPE sýni glöggt að ansjósan hafi náð sér á vel á strik eftir El Nino veðurfyrirbærið og að horfur fyrir stofninn næstu ár séu góðar. Frá þessu er greint í umfjöllun á vef fis.com.

Lífmassi ansjósu sem mældist í leiðangri IMARPE var 44% hærri en búist var við eftir leiðangur sem farinn var í apríl síðastliðinn, 20% hærra en lífmassi sem mældist í leiðangri í október 2015 og 37% hærri en meðaltal lífmassa í rannsóknum síðustu 20 ára.

Haft var eftir aðstoðarsjávarútvegsráðherra Perú að útlitið fyrir næsta veiðitímabil ansjósu væri mjög gott. Hann bætti því við að þar sem El Nino gætti ekki lengur væri ansjósan dreifð jafnt meðfram allri strönd Perú og um 50 mílur út.