mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Árangurslausir sáttafundir útgerðar og sjómanna

2. nóvember 2012 kl. 11:03

Togveiðar

Samtök sjómanna hafna kröfum útvegsmanna um að tekið verði tillit til aukins kostnaðar vegna veiðigjalda.

Á fundum hjá ríkissáttasemjara í gær höfnuðu Alþýðusamband Vestfjarða, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna kröfum útvegsmanna um að tillit verði tekið til aukinna álaga stjórnvalda á útgerðina vegna veiðigjalda ofl.Þá var því einnig hafnað að tekið verði tillit til aukins kostnaðar vegna hækkunar olíuverðs og annars.

Í núverandi kjarasamningum er ekki gert ráð fyrir greiðslum veiðigjalda. Þannig er útgerðinni gert að greiða laun af þeim hluta aflaverðmætisins sem ríkið tekur til sín í formi veiðigjalda. Slíkt fyrirkomulag er ekki réttlætanlegt að mati útvegsmanna. 

Á vef LÍÚ er vakin athygli á því að með vísan til framangreinds hafi það verið niðurstaða fundanna að samningaviðræðurnar væru árangurslausar í skilningi laga um stéttarfélög og vinnudeilur þar sem segir: „Þá er það skilyrði lögmætrar ákvörðunar um boðun vinnustöðvunar að samningaviðræður eða viðræðutilraunir um framlagðar kröfur hafi reynst árangurslausar þrátt fyrir milligöngu sáttasemjara." 

Sjá nánari rökstuðning LÍÚ á vef samtakanna.