fimmtudagur, 24. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Arnarlax að meirihluta í norskri eigu

Guðjón Guðmundsson
14. febrúar 2019 kl. 10:27

Kjartan Ólafsson stjórnarformaður Arnarlax og Birkir Hólm Guðnason forstjóri Samskipa á Íslandi.

SalMar ASA kaupir ráðandi hlut

 

SalMar ASA hefur keypt ráðandi hlut í Arnarlaxi AS. Fyrirtækið, sem er eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims, átti fyrir 41,95% hlut í Arnarlaxi en eftir kaupin er eignarhluti þess orðinn 54,23%.

Alls keypti SalMar 3.268.670 hluti í Arnarlaxi AS á 55 NOK á hvern hlut. Samtals námu því hlutafjárkaupin 179.776.850 NOK, rúmum 2,5 milljörðum ÍSK. Arnarlax AS er stærsti framleiðandi eldislax á Íslandi í gegnum dótturfélag sitt, Arnarlax hf., sem það á að öllu leyti. Í framhaldi af kaupunum hefur SalMar AS gert tilboð um kaup á ölllu hlutafé sem eftir er í félaginu, alls 12.181.761 hlut, á 55,50 NOK á hlut. Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður Arnarlax AS, hefur lýst því yfir að hann verði áfram einn af eigendum Arnarlax AS og muni þar af leiðandi ekki selja sína hluti.

SalMar er sem fyrr segir eitt stærsta fiskeldisfyrirtæki heims. Það er með yfir 100 leyfi fyrir sjókvíaeldi fyrir Atlantshafslax í Noregi og þar til viðbótar 68 leyfi í Mið-Noregi og 32 leyfi í Norður-Noregi í gegnum Salmars sem er að öllu leyti í eigu SalMar Nord AS, dótturfyrirtæki SalMar ASA.

Norskott Havbruk AS, sem er 100% eigandi Scottish Sea Farms Ltd, næst stærsta laxeldisframleiðanda Bretlands, er 50% í eigu SalMar ASA.