mánudagur, 21. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ásakanir um mansal í tælenskum sjávarútvegi

27. janúar 2014 kl. 16:42

Tælensk skip.

Fjallað er um málið í frétt á BBC - MYNDBAND

Mannréttindasamtök fullyrða að fiskveiðar í Tælandi byggist að hluta til á mansali, að því er fram kemur í frétt á vef BBC, sjá hér.

Tæland er þriðji stærsti útflytjandi á sjávarafurðum í heiminum og sér stórmörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum fyrir fiski. Tælenskar útgerðir sæta nú ásökunum um að nota sjómenn frá Burma og Kambódíu sem hafi verið seldir og neyddir til að vinna sem þrælar.

Samtök sem nefnast International Organization for Migration (IOM) hafa gefið út skýrslu sem nefnist „Mansal í tælenskum fiskveiðum“ og vísað er til skýrslunnar í frétt BBC. Í skýrslunni segir að vinnuskilyrði séu sérstaklega erfið. Ætlast sé til að sjómennirnir vinni 18 til 20 klukkustundir á sólarhring sjö daga vikunnar. Þeir fái lítinn svefn í þröngum vistarverum og ferskt vatn sé af skornum skammti. Þeir séu barðir áfram og verði að vinna þreyttir og jafnvel veikir. Þeim sé refsað grimmilega sýni þeir mótþróa. Í verstu tilvikum hafi menn verið limlestir eða dáið af illri meðferð, er fullyrt í skýrslunni.