þriðjudagur, 24. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Ástand úthafsrækju hefur versnað

29. ágúst 2011 kl. 11:12

Rækja um borð í rannsóknaskipi. (Mynd: Ingibjörg G. Jónsdóttir).

Ástæðan er aukin þorskgengd, veiðar og hlýnandi sjór

Niðurstöður nýlegum leiðangri Hafrannsóknastofnunar benda til að ástand úthafsrækjustofnsins hafi versnað aðeins frá síðasta ári, að því er fram kemur á vef stofnunarinnar.

Ýmsar ástæður geta verið fyrir versnandi ástandi rækjustofnsins, m.a. aukin þorskgengd inn á svæðið sem veldur auknu afráni á rækju, einkum ungrækju. Einnig er hugsanlegt að auknar rækjuveiðar á síðustu tveimur fiskveiðiárum hafi haft þau áhrif að rækjan verði aðgengilegri fyrir þorskinn sem leiði til aukins afráns á rækju. Aðrir þættir, s.s. hlýnun sjávar sem flýtir tíma klaks sem hittir þá síður á hámark þörungablómans hefur líka mikil áhrif á nýliðun, segir á vef Hafrannsóknastofnunar.