þriðjudagur, 21. janúar 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Átak gegn ristilkrabbameini

2. janúar 2015 kl. 14:22

Valdimar O. Hermannsson rekstrarstjóri FSN og Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri SVN undirrituðu samninginn að viðstöddum nokkrum starfsmönnum skrifstofu SVN. Ljósm. Smári Geirsson

Síldarvinnslan greiðir fyrir ristilspeglun starfsmanna og gefur nýtt speglunartæki.

Á gamlaársdag var undirritaður samningur á milli Síldarvinnslunnar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands um að starfsmönnum Síldarvinnslunnar sem náð hafa 50 ára aldri gefist kostur á ristilspeglun á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN) þeim að kostnaðarlausu. Síldarvinnslan mun greiða allan kostnað vegna speglananna og að auki færa sjúkrahúsinu að gjöf nýtt speglunartæki að verðmæti 3 milljónir króna. Mun nýja tækið gera sjúkrahúsinu betur kleift en áður til að sinna almennri þjónustu á þessu sviði.

Hafa ber í huga að ristilkrabbamein er þriðja algengasta krabbamein á Íslandi  og afar mikilvægt að efla forvarnir gegn þessum skæða vágesti.

Umræddur samningur er viðbót við samning um heilsufarsskoðun starfsmanna Síldarvinnslunnar sem verið hefur í gildi frá árinu 2010. Samkvæmt þeim samningi sér Fjórðungssjúkrahúsið um að boða starfsmenn fyrirtækisins til almennrar heilsufarsskoðunar þriðja hvert ár en þeir starfsmenn sem náð hafa 60 ára aldri eða eru í skilgreindum áhættuhópi eru kallaðir til skoðunar árlega.

Sjá nánar á vef SVN