

Aðsend mynd
Grænahlíð er við minni Ísafjarðardjúps.
Hvassviðri hefur hrakið togara í var og inn til hafnar. Tíu togarar eru í Ísafjarðarhöfn og átta til viðbótar halda til undir Grænuhlíð, skammt undan landi norðanvert í mynni Ísafjarðardjúps. „Hótel Grænahlíð“ hefur lengi verið vinsælt var, og virðist ekki fara dvínandi, segir í vefnum bb.is.
Á vef Veðurstofu Íslands var birt eftirfarandi viðvörun skömmu fyrir klukkan 16 í dag:
Djúp lægð fer yfir norðanvert landið í dag og kvöld. Því fylgir suðvestan hvassviðri eða stormur við suður- og suðausturströndina, síðan norðan stormur norðvestantil í kvöld. Í fyrramálið má búast við hvassviðri eða stormi við austurströndina með hvössum vindhviðum við fjöll.