þriðjudagur, 15. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Átta þúsund tonna múrinn rofinn

22. september 2016 kl. 10:48

Makrílveiðar á handfæri. (Mynd: Vilmundur Hansen).

Auk Sigga Bessa SF eru þrír bátar komnir með yfir 400 tonna makrílafla og alls 11 með yfir 300 tonn.

Öll aflamet smábáta á makríl hafa verið slegin, að því er fram kemur á vef Landssambands smábátaeigenda. Þegar staðan var tekin í gær var aflinn kominn yfir átta þúsund tonn - 8.055 tonn.  

Aflahæstur er Siggi Bessa SF með rúm 515 tonn.  Alls hefur 51 bátur hafið veiðar og því er meðalafli á hvern bát 158 tonn.

Hin góðu aflabrögð sem hér er lýst svara til 6% af heildaraflanum, sem er kominn í 135 þúsund tonn.  Það sýnir vel hversu brýnt það er að auka hlutdeild smábáta, en krafa LS er 16% hlutdeild, segir á vef LS.

Auk Sigga Bessa SF eru þrír bátar komnir með yfir 400 tonna afla og alls 11 með yfir 300 tonn. 

Sjá stöðu makrílveiða handfærabáta HÉR.