sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Atvinnusjómönnum sagt stríð á hendur

2. desember 2011 kl. 09:00

Farmanna- og fiskimannasambandið - Grand Hótel

Forseti FFSÍ gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum harðlega.

Árni Bjarnason forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands (FFSÍ) gagnrýndi harðlega áform ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum á þingi sambandsins í síðustu viku. Hann sagði áformin aðför að framtíðarafkomu atvinnusjómanna.

,,Ég hef ekki orðið var við annað en mjög almenna og djúpstæða óánægju meðal skipstjórnarmanna með þær hugmyndir sem haldið hefur verið á lofti að undanförnu varðandi breytingar á fiskveiðistjórnarlögunum. Ljóst er að láti stjórnvöld verða af þeim hugmyndum sem fram hafa komið frá þeim sem mest hefur borið á í röðum stjórnarliða, þá eru kjaramál sjómanna í harðari hnút en nokkur dæmi eru um í útgerðarsögunni. Slíkri aðför að framtíðarafkomu atvinnusjómanna verður ekki kyngt átakalaust, svo mikið er víst,” sagði Árni.

Sjá nánar í Fiskifréttum.