sunnudagur, 13. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Auglýst eftir umsóknum um skötuselskvóta

1. desember 2011 kl. 15:29

Ríkið mun úthluta 350 tonnum að þessu sinni gegn leigugjaldi.

Sjávarútvegsráðuneytið hefur sett reglugerð um úthlutun aflaheimilda í skötusel gegn leigugjaldi. Úthlutað verður allt að 350 tonna kvóta og skal greiða 176 krónur fyrir hvert kvótakíló. Úthlutun á hvern bát er að hámarki 10 tonn.

Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2011, og skulu umsóknir sendar Fiskistofu.