mánudagur, 14. júní 2021
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukið eigið fé í sjávarútvegi

19. september 2016 kl. 10:21

Langtímaskuldir lækka

Frá 2002 til 2007 jukust langtímaskuldir sjávarútvegsins um 165 ma. kr. og óefnislegar eignir um 161 ma. kr. en að megninu til er þar um að ræða eignfærðar aflaheimildir, þ.e. keyptan kvóta.Frá þeim tíma hafa óefnislegar eignir haldist nokkuð stöðugar. Langtímaskuldir jukust um 174 ma. kr. á árinu 2008 og í lok þess árs skuldaði sjávarútvegurinn um 83 ma. kr. umfram eignir. Eftir það tóku skuldir að lækka en frá 2008 til 2014 jókst eigið fé í greininni um tæplega 300 ma. kr. og stóð í um 216 ma. kr. í lok árs 2014.

Frá þessu er greint í samantekt á vef Hagstofunnar