miðvikudagur, 25. nóvember 2020
 
TölublöðVenjuleg útgáfa

Aukin framleiðsla á fiskimjöli þrýstir á verðlækkun

30. ágúst 2011 kl. 09:37

Mjölútskipun Fáskrúðsfirði (Mynd: Óðinn Magnason).

Lýsisverð náði sögulegu hámarki í febrúar 2011

Aukin veiði á bræðslufiski á suðurhveli jarðar á þessu ári hefur aukið framleiðslu fiskimjöls og skapar þrýsting á heimsmarkaðsverð, að því er fram kemur á vef FiskerForum.

Í kjölfar minnkandi veiði í Suður-Ameríku á síðasta ári dróst fiskimjölsframleiðslan verulega sama. Á heildina minnkaði framleiðslan um 27% í Suður-Ameríku en framleiðslan jókst um 39% með aukinni veiði einkum í Noregi.

Lýsisverðið náði sögulegu hámarki í febrúar 2011 en þá var mikil óvissa með kvótaúthlutun í Perú. Verðið endaði í 1.800 dollurum á tonnið (perúskt prime) en er nú komið í 1.300 til 1.400 dollara á tonnið.

Útflutningur frá Perú, sem er stærsti framleiðandi og útflytjandi á fiskimjöli í heiminum, féll á fyrsta ársfjórðungi. Kaupendur héldu að sér höndunum með frekari samninga þar sem verðið var svo hátt á þeim tíma. Kína er áfram mikilvægasti markaðurinn fyrir Perú. Á sama tíma jókst útflutningur frá Chile um 10%.   

Á fyrsta ársfjórðungi héldu kaupendur frekar að sér höndunum. Hátt verð á fiskimjöli hefur þvingað fóðurframleiðendur og aðra hefðbundna kaupendur á fiskimjöli til að nota önnur prótein í framleiðsluna. Þess vegna er eftirspurn eftir fiskimjöli í Þýskaland, Bretland og Bandaríkjunum veikari en annars mætti búast við.

Verð á fiskimjöli hefur lækkað á öðrum árshelmingi. Eftirspurn er hins vegar góð í Kína. Markaðir í Evrópu hafa verið rólegir vegna sumarleyfa. Búist er við því að eftirspurn aukist á næstu mánuðum bæði í Asíu og Evrópu.